Sjónarhóll
Ráðgjafarmiðstöð
Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með stuðningsþarfir á Íslandi.
Engar tilvísanir, ekkert gjald, allir velkomnir.
Hvað gerum við?
- Sjónarhóll er óháð ráðgjafarmiðstöð sem vinnur að því að styrkja og efla einstakar fjölskyldur. Starfsmenn Sjónarhóls eru liðsmenn fjölskyldna og veita aðgengilega lausnamiðaða aðstoð.
- Eitt helsta markmið Sjónarhóls er að stuðla að því að forráðamenn barna með stuðningsþarfir geti nýtt sér almenna lögbundna þjónustu og komist í samband við önnur úrræði sem gætu gagnast þeim.
Þjónusta í boði
- Þjónusta Sjónarhóls felst í ráðgjöf og stuðningi við fjölskyldur barna með stuðningsþarfir. Um er að ræða ráðgjöf þar sem að hagsmunir barnsins eru hafðir að leiðarljósi.
- Ráðgjöfin er veitt til foreldra eða forráðamanna í síma, með tölvupósti, í viðtölum eða á fundum.
- Ef forráðamenn óska eftir því getur ráðgjafi Sjónarhóls setið fundi með foreldrum, mismunandi fagaðilum og öðrum eftir því sem við á.
Markmið Sjónarhóls
- Sjónarhóll leggur áherslu á að valdefla foreldra og aðstoða þá við að greina þarfir sínar og barns.
- Sjónarhóll vinnur að samþættingu og umbótum í þjónustu við fjölskyldur barna með ólíkar þarfir þeirra að leiðarljósi.
- Sjónarhóll vill stuðla að almennri fræðslu og vitundarvakningu um málefni barna með stuðningsþarfir á Íslandi.
Bæklingur Sjónarhóls
Á Sjónarhól eru allar fjölskyldur velkomnar, ekki þarf neinar tilvísanir og ekki þarf að greiða fyrir þjónustuna.
Hér er hægt að nálgast bækling um þjónustu Sjónarhóls á íslensku, ensku og pólsku.