Um sjónarhól

Hver erum við?

Sjónarhóll er óháð ráðgjafarmiðstöð sem vinnur að því að styrkja og efla einstakar fjölskyldur. Hjá Sjónarhóli geta fjölskyldur fengið aðstoð á ýmsu formi og er þjónusta Sjónarhóls gjaldfrjáls. Sjónarhóll er með skrifstofur á Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. 

Sjónarhóll var stofnaður árið 2003 eftir að efnt var til landssöfnunar undir yfirskriftinni Fyrir sérstök börn til betra lífs sem náði hápunkti með skemmtiþætti í sjónvarpi 8. nóvember. Alls söfnuðust rúmar 63 milljónir sem voru nýttar í að kaupa húsnæði við Háaleitisbraut 13 og opna þar ráðgjafarmiðstöð. 

Stofnendur Sjónarhóls eru ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja – félag langveikra barna . Sjónarhóll er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðan fjárhag og stjórn en ráðgjafar og stjórnendur Sjónarhóls eru í nánum tengslum við stofnfélögin og önnur hagsmunasamtök sem hafa það meðal annars sameiginlegt að hafa aðsetur í sama húsnæði að Háaleitisbraut 13.

Rekstur starfseminnar byggir alfarið á fjárframlögum frá hinu opinbera, lögaðilum og almenningi í landinu. Þeim sem vilja styrkja starfsemi Sjónarhóls er bent á styrktarreikninginn 0101-15-379009, kt. 540503-3030. 

Viltu styrkja?

0101-15-379009
Kt. 540503-3030