Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Sjónarhóll: Ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með stuðningsþarfir

Sjónarhóll er óháð og gjaldfrjáls ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með stuðningsþarfir.
Seinast uppfært: 9.01.2025
Forsíða 9 Fræðsla 9 Sjónarhóll: Ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með stuðningsþarfir

Sjónarhóll er óháð og gjaldfrjáls ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með stuðningsþarfir. Starfsfólk Sjónarhóls veitir fjölskyldum aðgengilega og lausnamiðaða aðstoð.

Aðalmarkmið Sjónarhóls er að stuðla að því að forráðamenn barna með stuðningsþarfir geti nýtt sér almenna lögbundna þjónustu og komist í samband við önnur úrræði sem geta reynst gagnleg.

Þjónusta Sjónarhóls

Sjónarhóll veitir fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að styðja við hagsmuni barnsins og fjölskyldunnar. Dæmi um þjónustu Sjónarhóls:

  • Ráðgjöf: Foreldrar eða forráðamenn fá ráðgjöf í síma, með tölvupósti, í persónulegum viðtölum eða á fundum.
  • Stuðningur á fundum: Að beiðni forráðamanna geta ráðgjafar frá Sjónarhóli tekið þátt í teymisfundum í skólum eða hjá félagsþjónustunni.
  • Undirbúningur fyrir teymisfundi: Aðstoð við að undirbúa fundi, svo sem með því að greina þarfir barnsins og skilgreina markmið fundarins.
  • Réttindaráðgjöf: Aðstoð við að leita réttar síns og benda á góðar leiðir til að eiga árangursrík samskipti við opinberar stofnanir.

Valdefling og samþætting

Sjónarhóll leggur áherslu á að:

  • Valdefla foreldra og forráðamenn: Að efla þá til sjálfshjálpar og styðja við að greina og mæta þörfum barna sinna.
  • Samþætta þjónustu: Vinna að umbótum og samþættingu þjónustu fyrir fjölskyldur með ólíkar þarfir.

Um Sjónarhól

Ráðgjafamiðstöðin Sjónarhóll var stofnuð árið 2003 eftir að efnt var til landssöfnunar undir yfirskriftinni Fyrir sérstök börn til betra lífs.

Þjónusta Sjónarhóls er notendum að kostnaðarlausu.

Starfsemi Sjónarhóls er fjármögnuð með frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja, en þó að mestu með styrkjum frá opinberum aðilum og öðrum félagasamtökum.

Nánari upplýsingar má finna á vef Sjónarhóls: Sjonarholl.is.