Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Þjónustuúrræði fyrir börn og ungmenni

Hér má finna lista yfir ýmis þjónustuúrræði fyrir börn og ungmenni á Íslandi.
Seinast uppfært: 30.05.2024
Forsíða 9 Þjónustuúrræði fyrir börn og ungmenni

Börn og ungmenni á öllum aldri

p

Heilsugæslan og heilbrigðisstofnanir

Your Subtitle Goes Here

Í hverju heilbrigðisumdæmi er starfrækt heilbrigðisstofnun eða heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu.

Á þetta við um alla almenna heilsugæsluþjónustu s.s. almenna læknisþjónustu, ung-og smábarnavernd, mæðravernd, bólusetningar o.fl.

Á heilsugæslustöðvum er t.d. hægt að fá viðtöl hjá sálfræðingi en bóka þarf fyrst tíma hjá lækni sem getur sent inn tilvísun um sálfræðiþjónustu.

Listi yfir nokkrar heilsugæslustöðvar:

p

Neyðartilfelli – 112

Your Subtitle Goes Here

Ef neyðartilfelli koma upp þá starfa neyðarverðir hjá Neyðarlínunni og svara í síma 112 allan sólahringinn.

p

1700 símaráðgjöf og netspjall

Your Subtitle Goes Here

Í símanúmerinu 1700 og á síðunni 1700.is starfa hjúkrunarfræðingar og annað sérþjálfað starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Læknavaktarinnar og svara þau símtölum frá almenningi allan sólarhringinn, leysa úr erindum og benda á hvar viðkomandi getur sótt sér þjónustu ef þörf er á.

p

Rauði Krossinn 1717

Your Subtitle Goes Here

Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjallið er alltaf opið á 1717.is. Þangað má hafa samband ef áhyggjur gera vart við sig.

Ekkert vandamál er of lítið eða stórt fyrir Hjálparsímann 1717 og netspjall Rauða krossins en árlega berast um 15 þúsund erindi til 1717 sem eru jafn ólík og þau eru mörg. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim samtölum sem 1717 berast. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálfélagslegan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi. Mikilvægt er að hafa í huga að ráðgjöf og þjónusta 1717 er ekki ætlað að koma í stað meðferðar hjá fagaðila.

Nánari upplýsingar um 1717 má finna á 1717.is.

p

Skóla- og félagsþjónusta Reykjavíkurborgar

Your Subtitle Goes Here

Foreldrar eða forsjáraðilar í Reykjavík geta núna farið í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar – undir þjónustuþáttinn Börn, unglingar og ungt fólk og óskað eftir þjónustu hjá Reykjavík.

Ef barnið óskar sjálft eftir samþættri þjónustu þá er það möguleiki gegnum umsókn á pappír, sem ýmist er hægt að fá gegnum starfsmann í nærumhverfi, á Upplýsingabrunni BBB eða á heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu.

p

Sjónarhóll - ráðgjafarmiðstöð

Your Subtitle Goes Here

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með stuðningsþarfir á Íslandi.

Foreldrar allra barna geta leitað til ráðgjafa Sjónarhóls og fengið ráðgjöf sér að kostnaðarlausu.

Sjónarhóll er óháð ráðgjafarmiðstöð sem vinnur að því að styrkja og efla einstakar fjölskyldur. Megintilgangurinn með þjónustunni er að börn og fjölskyldur þeirra geti nýtt sér almenna lögbundna þjónustu og komist í samband við önnur úrræði sem gætu gagnast þeim.

Sjá nánar á vef Sjónarhóls.

p

Landsteymið

Your Subtitle Goes Here

Landsteymið starfar á grunni nýrra farsældarlaga og samþættingu í þjónustu í þágu farsældar barna. Hjá Landsteyminu geta börn, foreldrar og kennarar og starfsfólk skóla á öllum skólastigum, á einum stað fengið stuðning og ráðgjöf um úrræði, leiðir og lausnir þvert á kerfi.

Ef þig vantar ráðgjöf og stuðning í tengslum við skólamál barns í leik-, grunn- eða framhaldsskóla þá getur þú haft samband á símatíma, með tölvupósti eða með því að fylla út form á heimasíðu Landsteymisins og er erindum svarað fljótt.

Nánari upplýsingar á vef Landsteymis.

p

Foreldrahús

Your Subtitle Goes Here

Hjá Foreldrahúsi geta foreldra og unglinga fengið ráðgjöf ef ungmenni eru að takast á við erfiðleik sem tengjast vímuefnaneyslu eða hegðunarvanda.

p

Bergið headspace

Your Subtitle Goes Here

Í Berginu er hægt að fá viðtal við fagaðila sem kortleggur vanda, veitir stuðning, fræðslu og ráðgjöf um þjónustu í samfélaginu.

Hægt er að fá einstaklingsviðtöl þar sem ráðgjöf og stuðningur er veittur.

Markmið Bergsins er að veita stuðning og ráðgjöf fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólk, aðlaga þjónustuna og veita fræðslu.

p

Íþróttir og tómstundir

Your Subtitle Goes Here

Sveitarfélög veita frístundarstyrk til að greiða niður hluta af þátttöku- og æfingargjöldum barna í fjölbreyttum tómstundum og íþróttum.

Á Frístundavefnum eru aðgengilegar upplýsingar á einum stað um íþrótta- og tómstundarstarf á höfuðborgarsvæðinu. 

Upplýsingar frá ýmsum sveitarfélögum:

p

Barnavernd

Your Subtitle Goes Here

Ef þú telur að barn búi við aðstæður sem eru óæskilegar og hafa neikvæð áhrif á heilsu þess, líðan eða þroska átt þú að tilkynna það til Barnaverndar. Tilkynning þarf að berast til þess sveitarfélags þar sem barnið býr eða hafa samband við Neyðarlínuna í síma 112.

Á vefsíðu Barna- og fjölskyldustofu (BOFS) má finna hlekki á Barnaverndarþjónustur sveitarfélaga.

p

Geðheilsumiðstöð barna

Your Subtitle Goes Here

Geðheilsumiðstöð barna (GMB) veitir 2. stigs heilbrigðisþjónustu á landsvísu fyrir börn að 18 ára aldri. Miðstöðin sinnir greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga.

p

Barna- og unglingageðdeild (BUGL)

Your Subtitle Goes Here

BUGL er 3. stigs stofnun og veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu.

p

Ráðgjafar- og greiningarstöð

Your Subtitle Goes Here

Ráðgjafar- og greiningarstöðin er 3. stig stofnun.

Hlutverk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra.

Ráðgjafar- og greiningarstöð er miðlæg þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem starfar á þverfaglegum grunni og sinnir börnum að 18 ára aldri hvar sem þau búa á landinu.

Börn leikskólaaldri

p

Stoðþjónusta í leiksskólum

Your Subtitle Goes Here

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu.

Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám. Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili. Tengiliður skal hafa viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barns. Hann má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis. Á vefnum farsaeldbarna.is má nálgast upplýsingar um hlutverk tengiliða

Í skólaþjónustu viðkomandi sveitarfélags starfa t.d. skólasálfræðingar, félagsráðgjafar og annað uppeldismenntað fagfólk sem getur orðið að liði eftir því sem þörf er á. Tengilið skólans geta veit nánari upplýsingar um hvernig eigi að komast í tengsl við fagfólk í skólaþjónustunni.

p

Æfingarstöðin

Your Subtitle Goes Here

Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni.

Á Æfingastöðinni starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna. Veitt er ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar.

Í náinni samvinnu við fjölskyldu barnsins eru sett einstaklingsmiðuð markmið sem taka mið af aðstæðum, áhuga og framtíðarsýn einstaklingsins og fjölskyldunnar.

p

Sálfræðiþjónusta – Sjúkratryggingar

Your Subtitle Goes Here

Börn
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði vegna sálfræðiþjónustu barna ef til staðar er tilvísun annað hvort frá greiningarteymi eða heilsugæslustöð. Tilvísunin er að hámarki tíu tímar og gildir í sex mánuði frá fyrsta meðferðartíma. Viðkomandi sálfræðingur verður að starfa samkvæmt samningi Sjúkratrygginga og Sálfræðingafélags Íslands.

18 ára og eldri
Sjúkratryggingar hafa í ákveðnum tilvikum heimild til að taka þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu hjá 18 ára og eldri. Forsenda greiðsluþátttöku er að fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslustöð og að leitað sé til þeirra sálfræðinga sem starfa eftir rammasamningi Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu.

Tenglar

p

Heimili og skóli

Your Subtitle Goes Here

Heimili og skóli veita ráðgjöf og stuðning til foreldra og foreldrasamtaka um allt land, ásamt því að gefa út fjölbreytt fræðsluefni til stuðnings við foreldra.

Hægt er að hafa samband í foreldrasíma Heimilis og skóla.

Foreldrasíminn er 516-0100, einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heimiliogskoli@heimiliogskoli.is

Nánari upplýsingar á vef Heimilis og skóla.

Börn grunnskólaaldri

p

Stoðþjónusta í grunnskólum

Your Subtitle Goes Here

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Frá fæðingu og þar til barn hefur nám í leik- eða grunnskóla er tengiliður starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi barns. Sama á við ef þörf er á samþættingu þjónustu á meðgöngu.

Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám. Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili. Tengiliður skal hafa viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barns. Hann má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis. Á vefnum farsaeldbarna.is má nálgast upplýsingar um hlutverk tengiliða.

Í skólaþjónustu viðkomandi sveitarfélags starfa t.d. skólasálfræðingar, félagsráðgjafar og annað uppeldismenntað fagfólk sem getur orðið að liði eftir því sem þörf er á. Tengilið skólans geta veit nánari upplýsingar um hvernig eigi að komast í tengsl við fagfólk í skólaþjónustunni.

p

Æfingarstöðin

Your Subtitle Goes Here

Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni.

Á Æfingastöðinni starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna. Veitt er ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar.

Í náinni samvinnu við fjölskyldu barnsins eru sett einstaklingsmiðuð markmið sem taka mið af aðstæðum, áhuga og framtíðarsýn einstaklingsins og fjölskyldunnar.

p

Sálfræðiþjónusta – Sjúkratryggingar

Your Subtitle Goes Here

Börn
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði vegna sálfræðiþjónustu barna ef til staðar er tilvísun annað hvort frá greiningarteymi eða heilsugæslustöð. Tilvísunin er að hámarki tíu tímar og gildir í sex mánuði frá fyrsta meðferðartíma. Viðkomandi sálfræðingur verður að starfa samkvæmt samningi Sjúkratrygginga og Sálfræðingafélags Íslands.

18 ára og eldri
Sjúkratryggingar hafa í ákveðnum tilvikum heimild til að taka þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu hjá 18 ára og eldri. Forsenda greiðsluþátttöku er að fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslustöð og að leitað sé til þeirra sálfræðinga sem starfa eftir rammasamningi Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu.

Tenglar

p

Heimili og skóli

Your Subtitle Goes Here

Heimili og skóli veita ráðgjöf og stuðning til foreldra og foreldrasamtaka um allt land, ásamt því að gefa út fjölbreytt fræðsluefni til stuðnings við foreldra.

Hægt er að hafa samband í foreldrasíma Heimilis og skóla.

Foreldrasíminn er 516-0100, einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heimiliogskoli@heimiliogskoli.is

Nánari upplýsingar á vef Heimilis og skóla.

p

Foreldrahús

Your Subtitle Goes Here

Hjá Foreldrahúsi geta foreldra og unglinga fengið ráðgjöf ef ungmenni eru að takast á við erfiðleik sem tengjast vímuefnaneyslu eða hegðunarvanda.

Nánari upplýsingar á foreldrahus.is.

Ungmenni á framhaldsskólaaldri

p

Stoðþjónusta í framhaldsskólum

Your Subtitle Goes Here

Í öllu framhaldsskólum starfa náms- og starfsráðgjafar sem geta veit góðan stuðning í tengslum við nám, námsframvindu og námsval. Einnig aðstoða náms- og starfsráðgjafar nemendur gjarna við ýmsar áskoranir sem koma upp í daglegu lífi og/eða geta vísað nemendum á skólasálfræðing eða skólahjúkrunarfræðing sem starfar hjá eða í samstarfi við skólann.

Á vefnum farsaeldbarna.is má nálgast upplýsingar um hlutverk tengiliða.

p

Sálfræðiþjónusta – Sjúkratryggingar

Your Subtitle Goes Here

Börn
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði vegna sálfræðiþjónustu barna ef til staðar er tilvísun annað hvort frá greiningarteymi eða heilsugæslustöð. Tilvísunin er að hámarki tíu tímar og gildir í sex mánuði frá fyrsta meðferðartíma. Viðkomandi sálfræðingur verður að starfa samkvæmt samningi Sjúkratrygginga og Sálfræðingafélags Íslands.

18 ára og eldri
Sjúkratryggingar hafa í ákveðnum tilvikum heimild til að taka þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu hjá 18 ára og eldri. Forsenda greiðsluþátttöku er að fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslustöð og að leitað sé til þeirra sálfræðinga sem starfa eftir rammasamningi Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu.

Tenglar

p

Heimili og skóli

Your Subtitle Goes Here

Heimili og skóli veita ráðgjöf og stuðning til foreldra og foreldrasamtaka um allt land, ásamt því að gefa út fjölbreytt fræðsluefni til stuðnings við foreldra.

Hægt er að hafa samband í foreldrasíma Heimilis og skóla.

Foreldrasíminn er 516-0100, einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið heimiliogskoli@heimiliogskoli.is

Nánari upplýsingar á vef Heimilis og skóla.

p

Iðnnemar í starfsnámi

Your Subtitle Goes Here

Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur atvinnulífsins um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks í atvinnulífi.

Starfmenn nemastofunnar í nánu samstarfi við framhaldskólana munu verða nemendum í iðnnámi til aðstoðar varðandi vinnustaðanám og aðstoða nemendur ef breytingar hafa orðið í tengslum við verknám.

Nánari upplýsingar á vef Nemastofu atvinnulífsins.

p

Jöfnunarstyrkur vegna náms

Your Subtitle Goes Here

Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Lögheimili má ekki vera í nágrenni við skólann sem nemendur stunda nám við.

Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn.
Akstursstyrkur er ætlaður þeim nemendum sem keyra daglega í skólann frá lögheimili sínu.

Akstursstyrkur er einnig fyrir þá nemendur sem búa ekki í foreldrahúsum en geta ekki sýnt fram á leigugreiðslur.

Dvalarstyrkur er fyrir þá nemendur sem flytja a.m.k. 30km frá lögheimili sínu og fjölskyldu til þess að geta stundað nám sitt, það er, þeir nemendur sem eru á heimavist og/eða greiða leigu.

Nánari upplýsingar um jöfnunarstyrkinn má finna á vef Menntasjóðs.

p

Ungmenni á vinnumarkaði

Your Subtitle Goes Here

Vinnumálastofnun:
Á vef Vinnumálastofnunar má meðal annars finna atvinnuauglýsingar og fá ráðgjöf um starfstengd úrræði.

Hægt er líka að panta tíma hjá ráðgjafa Vinnumálastofnunar á netinu.

Atvinnuauglýsingar:
Fyrir þau sem eru í atvinnuleit þá eru laus störf auglýst m.a. á eftirfarandi stöðum.

Janus endurhæfing
Ef ungt fólk hefur verið án vinnu um tíma getur verið hjálplegt fá stuðning í atvinnuleit og við að skipuleggja næstu skref í varðandi nám eða vinnu.

Í Janusi endurhæfingu stendur þátttakendum fjölbreytt þjónusta til boða s.s. atvinnuráðgjöf, áhugasviðskönnun, fræðslunámskeið og félagsráðgjöf.

Virk starfsendurhæfingarsjóður
Hjá Virk geta einstaklinga með heilsubrest og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði fengið aðstoð og stuðning.

Tilgangur með þjónustu á vegum VIRK er að aðstoða fólk við að komast til vinnu. Um er að ræða markvissa einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings.