Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

4. vaktin

Sjónarhóll hóf samstarf á árinu við hlaðvarpið 4. vaktin. Í hlaðvarpinu fara þær Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir yfir fjölbreytt málefni sem tengjast foreldrum langveikra og fatlaðra barna.
Seinast uppfært: 5.06.2025
Forsíða 9 Fræðsla 9 4. vaktin

Sjónarhóll hóf samstarf á árinu við hlaðvarpið 4. vaktin. Í hlaðvarpinu fara þær Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir yfir fjölbreytt málefni sem tengjast foreldrum langveikra og fatlaðra barna. Taka viðtöl við fagfólk sem og foreldra og velta fyrir sér sjaldgæfum sjúkdómum, fjölbreyttum réttindum, þjónustu og tengdum málum.

Það er mikilvægt að það sé til hlaðvarp af þessu tagi þar sem fjallað er um málefni sem þessi sem rata of sjaldan í almenna umræðu. Okkar reynsla hjá Sjónarhóli er að margir foreldrar barna með stuðningsþarfir upplifa sig vanmáttug í samskiptum við þjónustukerfin og margir foreldrar átta sig oft ekki á þeim stuðning þau geta óskað eftir eða hvaða stuðningur eru í boði.

Í þessum hlaðvarpsþáttum er varpað ljósi bæði á reynslu fagfólks og foreldra sem vinna í málaflokknum og ýmsar leiðir kynntar sem hægt er að fara til að fá aukin stuðning og skilning fyrir langveik og fötluð börn.

Nú þegar hafa verið gefnir út nær 50 þættir og ekki ólíklegt að þar sé fjallað um efni sem getur nýst mörgum í svipaðri stöðu.

Við viljum því hvetja alla til að kíkja á þetta flotta hlaðvarp en það er hægt að nálgast það á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

4 vaktin