Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Hvað er sjónrænt skipulag?

Oft er mælt með því að styðjast við sjónrænt skipulag þegar unnið er með börnum til að útskýra fyrir þeim hvaða daglegu athafnir munu eiga sér stað, hvar þær eiga að gerast og jafnvel með hverjum.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Hvað er sjónrænt skipulag?

Oft er mælt með því að styðjast við sjónrænt skipulag þegar unnið er með börnum til að útskýra fyrir þeim hvaða daglegu athafnir munu eiga sér stað, hvar þær eiga að gerast og jafnvel með hverjum. Stundum er talað um að börn læri með augunum (visual learners) og því er oft hjálplegt að fyrirmæli, stundaskrá eða verkefni séu sett fram með myndrænum hætti. Með þeim hætti þá meðtaka börn oft betur fyrirmæli og skilja verkefni betur. Dregur þetta því oft úr óöryggi hjá börnum og einfaldar þeim að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til þeirra t.d. í námi eða þar sem fjölbreytt dagskrá fer fram s.s. í skólum.

Hlekkir: