Samstarf milli heimilis og skóla hefst strax við upphaf leikskólagöngu barns og lýkur ekki fyrr en barnið hefur lokið skólagöngu. Þetta samstarf er mikilvægt fyrir báða aðila til að fylgjast með þroskaferli og líðan barns hvort sem er heima fyrir eða í hópi barna.
Þegar barn hefur nám í grunnskóla verða foreldrar sjálfkrafar meðlimir í foreldrafélagi skólans. Það eru starfandi foreldrafélög í öllum skólum og eru allir foreldrar sem eiga börn í skólanum sjálfkrafa meðlimir í því. Mikilvægt er að hafa í huga að virkni foreldra skiptir miklu máli þegar kemur að forvörnum.
Ávinningur samstarfs er meðal annars:
- Betri líðan barna í skólanum
- Aukinn áhugi og bættur námsárangur
- Aukið sjálfstraust nemenda
- Betri ástundun og minna brottfall
- Jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans
- Aukinn samtakamáttur foreldra í uppeldis- og menntunarhlutverkinu