Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Barn glímir við geðrænan vanda. Hvað er til ráða?

Ef talið er að barn sé með geðrænan vanda og sé í bráðri hættu, svo sem sjálfsvígshættu eða að það geti valdið sér skaða skal hringja eða hafa samband við 112.
Seinast uppfært: 19.11.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Barn glímir við geðrænan vanda. Hvað er til ráða?

Ef talið er að barn sé með geðrænan vanda og sé í bráðri hættu, svo sem sjálfsvígshættu eða að það geti valdið sér skaða skal hringja eða hafa samband við 112.

Ef almennar áhyggjur eru af geðheilbrigði barns er hægt að hafa samband við fagaðila í nærumhverfi þess. Svo sem til sálfræðings, skólahjúkrunarfræðings eða annars fagaðila innan heilsugæslu sem getur metið barnið og vísað í viðeigandi úrræði. Fagaðilar geta meðal annars vísað málum til Geðheilsumiðstöðvar barna eða bráðateymis BUGL ef tilefni er til.

Foreldrar og forráðamenn geta alltaf haft samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í númerinu 1700. Þar eru mál skimuð og þeim komið í farveg í nærumhverfi barns eftir þörfum.

Einnig er hægt að leita á bráðamóttöku barna eftir kl. 16 á daginn.