ATH: Sjónarhóll lokar vegna sumarleyfa frá og með 1. júlí – 6. ágúst

Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Leiðarvísir um EKKÓ mál

Leiðarvísir um viðbrögð framhaldsskóla við EKKÓ málum nemenda. Mennta- og barnamálaráðuneytið.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Leiðarvísir um EKKÓ mál

Leiðarvísir um viðbrögð framhaldsskóla við EKKO málum nemenda

Mennta- og barnamálaráðuneytið gaf nýlega út leiðarvísi um viðbrögð framhaldsskóla við EKKO málum nemenda. EKKO er skammstöfun fyrir einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi. Leiðarvísirinn er ætlaður sem stuðningsefni eða verkfæri fyrir skólastjórnendur og starfsfólk framhaldsskóla en í honum eru líka gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur varðandi úrvinnslu í málum af þessu tagi.

Um leiðarvísinn

Leiðarvísirinn er sniðinn að framhaldsskólum og er ætlaður sem stuðningsefni eða verkfæri fyrir skólastjórnendur og starfsfólk framhaldsskóla við undirbúning viðbragða við EKKO málum nemenda viðkomandi skóla. Markmið með honum er að styðja við og samræma þetta viðbragð framhaldsskólanna en nauðsynlegt er að hver skóli vinni sína áætlun þar sem tekið er tillit til aðstæðna í skólanum.

Leiðarvísinum er ætlað að ná utan um öll mál þar sem nemandi í framhaldsskóla segir frá því að hafa orðið fyrir EKKO, óháð því hvort meintur gerandi sé innan skóla. Í leiðarvísinum er þó sjónum beint á köflum sérstaklega að því þegar meintur gerandi í viðkomandi máli er jafnframt nemandi við skólann. Leiðarvísinum er ætlað að ná yfir EKKO mál á milli þessara nemenda þar á meðal ef þau eiga sér stað í stafrænum samskiptum og í félagslífi

Leiðarvísirinn hefur verið gefinn út sem rafbók og hægt er að nálgast hann á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.

Sjá Leiðarvísi

Leiðarvísir um EKKÓ mál