Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Uppeldisráðgjöf er fyrir alla foreldra

Oft er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn. Hægt er að skilja þessa fullyrðingu á þann hátt að uppeldi er bæði flókið og fjölbreytt verkefni sem sinnt er bæði af foreldrum,  nánum fjölskyldumeðlimum og öðrum úr nærumhverfi barns. Börn eru misjöfn og þarfir þeirra fjölbreyttar en öllum er þó ljóst að bæði foreldrar og nærumhverfi barna…
Seinast uppfært: 29.01.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Uppeldisráðgjöf er fyrir alla foreldra

Oft er sagt að það þurfi þorp til að ala upp barn. Hægt er að skilja þessa fullyrðingu á þann hátt að uppeldi er bæði flókið og fjölbreytt verkefni sem sinnt er bæði af foreldrum,  nánum fjölskyldumeðlimum og öðrum úr nærumhverfi barns. Börn eru misjöfn og þarfir þeirra fjölbreyttar en öllum er þó ljóst að bæði foreldrar og nærumhverfi barna hafa mikilvægu hlutverki að gegna í uppeldi og mótun einstaklings.

Það er þó oftast svo að foreldrar bera hitann og þungann af uppeldi barnanna sinna og mikilvægt er að foreldar nálgist uppeldishlutverkið sitt á uppbyggilegan og persónulega hátt. Mikilvægt er að hafa alltaf í huga að ekkert foreldri er eins og ekkert barn er eins og margar leiðir er hægt að fara í góðu og uppbyggilegu uppeldi.

Þó áherslur í uppeldi geti verið ólíkar þá hefur það sýnt sig að það er mikilvægt að foreldrar séu sammála um helstu þætti varðandi uppeldi og samskipti við börn. Í almennum uppeldisráðleggingum er t.d. gjarnan hvatt til þess:

  • að foreldrar verji góðum tíma með börnunum sínum
  • að nálgist þau af næmni og hlýju
  • að foreldrar styðjist við uppbyggilegar leiðbeiningar, mildan tón og hrós þegar börn gera vel
  • að foreldrar gæti samræmis í reglum eða kröfum sem þeir gera til barnanna sinna

Þetta hljómar kannski einfalt en oft er þetta ansi snúið á stórum heimilum þar sem margt er í gangi á sama tíma.

Ein leið til að bregðast við þessu er fólgin í því að foreldrar og uppaldendur sæki sér fræðslu um uppeldi og hafa margar fjölskyldur notið góðs af slíkum námskeiðum. Í því felst ekki að fólk kunni ekki eða geti ekki alið upp börn. Fólk fer á uppeldisnámskeið til að samræma áherslur, fá fræðslu um fjölbreyttar hagnýtar nálganir og til að læra markviss viðbrögð í samskiptum foreldra og barna. Ávinningurinn af því að fara á uppeldisnámskeið er oft falin í því að foreldrar læra þar leiðir sem stuðla  að betra sambandi milli uppalenda og barns og bæta líðan barna og foreldra.

Uppeldisráðgjöf og námskeið um uppeldi er gjarnan hægt að sækja hjá heilsugæslustöðvum, hjá þjónustumiðstöðvum, á vegum sveitarfélaga eða hjá sjálfstætt starfandi aðilum.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á námskeiði og fræðsluefni um uppeldi

Heilsuvera:
https://www.heilsuvera.is/markhopar/boern-og-uppeldi/

Uppeldi sem virkar færni til framtíðar:
https://www.heilsugaeslan.is/serthjonusta/namskeid/uppeldi-sem-virkar/

PMTO foreldrafærni:
https://www.bofs.is/tolfraedi-og-utgefid-efni/frettir/frettasafn/nr/698

SOS uppeldisnámskeið:
https://atferlisgreining.hi.is/sos

Sjálfstætt starfandi aðilar:

Viðja – uppeldisfærni:  
https://uppeldisfaerni.is/umokkur/

Sálstofan:
https://www.salfraedistofan.is/thjonusta/medferd-barna-og-unglinga-uppeldisradgjof/