Stjón og starfsmenn

Ráðgjafar Sjónarhóls

Ráðgjafar Sjónarhóls eru fagmenntaðir og búa yfir mikilli reynslu þegar kemur að málefnum barna með stuðningsþarfir.

Inga Aronsdóttir er leikskólakennari að mennt með sérhæfingu í Leikskóli án aðgreiningar og nám í fjölbreytilegu samfélagi. Hún hefur yfir 20 ára starfsreynslu í leikskólageiranum og hefur í gegnum tíðina komið mikið að sérkennslu auk þess að eiga sjálf börn með sérþarfir. Hún hefur því reynslu af því að sitja  beggja vegna borðsins sem veitir henni dýrmæta innsýn í starfi sínu hjá Sjónarhóli.

Lára Guðrún Magnúsdóttir útskrifðist sem þroskaþjálfi vorið 1995 og lauk háskólagráðu í almennum málvísindum með áherslu á lestrarvanda, málþroska og fjöltyngi frá Gautaborgarháskóla árið 2005. Lára hefur starfað inni á heimilum, í dagvistunum, í leikskóla og lengst af innan grunnskólans bæði hér á landi sem og í Svíþjóð. Hún er móðir fjögurra barna sem sum hver glíma við meiri áskoranir og hefur því innsýn í hvers það krefst að fylgja því eftir að þeirra þörfum sé mætt. 

Framkvæmdarstjóri Sjónarhóls

Bóas Valdórsson (boas@sjonarholl.is)

Stjórn 2021-2022

Stjórn Sjónarhóls skipa fulltrúar allra stofnfélaga auk fulltrúa frá ÖBÍ.

Hrannar Björn Arnarson, formaður – hrannar@adhd.is

Árný Ingvarsdóttir, meðstjórnandi

Eva Þengilsdóttir, meðstjórnandi

Unnur Helga Óttarsdóttir, meðstjórnandi

Vilmundur Gíslason, meðstjórnandi