Mikilvægt er að huga vel að því að börn og ungmenni fái nægjanlega svefn. Góð hvíld hefur fjölbreytt áhrif á líðan og þroska barna og ungmenna og stuðlar að betra úthaldi þeirra til að takast á við verkefni daglegs lífs.
Lítill og óreglulegur svefn getur haft truflandi áhrif á ýmsa þætti svo sem einbeitningu og úthald, tilfinningasveiflur og samskipti. Svefnþörf barna eftir aldri er misjöfn.
Viðmið um æskilegan svefntíma eftir aldri
65 og eldri: 7 – 8 klukkutímar
18 – 65 ára: 7 – 9 klukkutímar
14 – 17 ára: 8 – 10 klukkutímar
6 – 13 ára: 9 – 11 klukkutímar
3 – 5 ára: 10 – 13 klukkutímar
1 – 2 ára: 11 – 14 klukkutímar
4 – 11 mánaða: 12 – 15 klukkutímar
0 – 3 mánaða: 14 – 17 klukkutímar
Ýmsar leiðir er hægt að fara til að styðja við góðan svefn:
- Koma á reglulegum svefntíma á heimilinu á hverju kvöldi.
- Hafa svipaða rútínu á heimilinu þegar líður að svefntíma s.s. að fara í bað, lesa fyrir svefninn eða hlusta á sögu.
- Vekja börn á svipuðum tíma á hverjum degi.
- Huga að því að svefnherbergið sé griðarstaður þar sem barnið eða ungmennið upplifi sig öruggt og verði ekki fyrir truflunum s.s. hávaða eða ljósum.
- Gott getur verið að huga því að barn fari ekki svangt eða sé nýbúið að borða þegar það á að fara að sofa.
- Gott er að forðast koffíndrykki svo sem kaffi, te, kakó eða kóladrykki á kvöldin.