Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Sérnáms og fjölnámsbrautir í framhaldsskólum

í framhaldsskólum geta nemendur iðulega fengið stuðning ýmiskonar í tengslum við nám sitt og persónuleg málefni. Í mörgum framhaldsskólum er hægt að fá stuðning í námi í námsverum eða ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjöfum. Einnig er hægt að panta tíma í mörgum framhaldsskólum hjá skólasálfræðingi eða hjúkrunarfræðingi.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Sérnáms og fjölnámsbrautir í framhaldsskólum

Framhaldsskóli

í framhaldsskólum geta nemendur iðulega fengið stuðning ýmiskonar í tengslum við nám sitt og persónuleg málefni. Í mörgum framhaldsskólum er hægt að fá stuðning í námi í námsverum eða ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjöfum. Einnig er hægt að panta tíma í mörgum framhaldsskólum hjá skólasálfræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Nokkuð stór hluti framhaldsskóla býður upp á starfsbrautir eða fjölnámsbrautir og hér að neðan má nálgast lista yfir þá skóla sem bjóða upp á slíkar brautir.

Starfsbrautirnar eða fjölnámsbrautirnar eru ólíkar og sinna ólíkum nemendahópum. Alla jafna er þó miðað við að nemendur þar hafi notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Nánar um má lesa sér til um hvernig framhaldsskólum er gert að mæta þörfum nemenda með sérþarfir í reglugerð ráðuneytisins sem er að finna hér að neðan.

Mikilvægt er að foreldrar nemenda sem þurfa verulega sérkennslu á að halda setji sig í sambandi við umsjónakennara eða náms- og starfsráðgjafa í grunnskóla og ræði þá möguleika sem líklegir eru að henti þörfum nemandans sem best. Einnig er mjög mikilvægt að fylgjast með auglýstum innritunartíma en síðustu ár hefur innritun í sérnáms og fjölnámsbrautir farið fram í gegnum heimasíðu Menntamálastofnunar í febrúar.

Á heimasíðu Menntamálastofnunar má finna upplýsingar um starfsbrautir framhaldsskóla