Með sérkennslu er átt við að nemandi fáið aðlagað námsefni, námsaðstæður komi sérstaklega á móts við þarfir nemanda eða að stuðst sé við sérsniðnar kennsluaðferðir sem henta nemandanum betur en hefðbundnar aðferðir.
Sérkennslu er sinnt bæði í almennum bekk, í sérdeildum eða sérskólum og ólíkar útfærslur eru á milli skóla og út frá þeim þörfum sem nemendur hafa.
Ef nemandi þarf á sérkennslu að halda er mikilvægt að námsáætlun sé einstaklingsmiðuð þar sem tekið er tillit til stöðu nemandans í námi og þroska. Skipulag náms taki mið af langtíma- og skammtímamarkmiðum og að námfyrirkomulagið sé endurskoðað reglulega.
Nánar má lesa sér til um sérkennslu í reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla.