Umhyggja félag langveikra barna hefur tekið saman ítarlegt yfirlit yfir réttindamál langveikra barna og fjölskyldna þeirra sem aðgengilegt er öllum í gegnum heimasíðuna þeirra umhyggja.is. Ljóst er að þetta getur nýst mörgum foreldrum við að glöggva sig á þeim möguleikum sem eru fyrir hendi hjá hinu opinbera varðandi ýmsa þætti s.s. veikindarétt, fæðingarorlof, félagsþjónustu, skólaúrræði o.fl.
Á síðunni má finna upplýsingar um helstu lög og reglur sem eiga við að hverju sinni, útskýringar á hugtökum og hlekki inn á vefslóðir viðeigandi stofnanna.
Ef óskað er eftir frekari aðstoð við réttindamál þá býður Umhyggja foreldrum langveikra barna, sem eru í aðildarfélögum Umhyggju, upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf, sjá nána á vef Umhyggju: Lögfræðiráðgjöf | Umhyggja