Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Ólík úrræði fyrir börn á ólíkum skólastigum

Í hverri kennslustofu mætast nemendur með ólíkan bakgrunn og mismunandi reynsluheim sem einkennir margbreytileikann í skólastofunni.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Ólík úrræði fyrir börn á ólíkum skólastigum

Fjölbreyttar kennsluaðferðir

Í hverri kennslustofu mætast nemendur með ólíkan bakgrunn og mismunandi reynsluheim sem einkennir margbreytileikann í skólastofunni. Þar sitja einstaklingar með ólíkan menningarlegan bakgrunn og jafnvel með ólík móðurmál. Þar sitja bráðgerir nemendur við hlið nemenda með skerta námshæfileika í einni eða fleiri námsgreinum.

Segja má að sérhver kennslustofa sé eins og spegill samfélagsins hvað þetta varðar. Allir nemendur eiga rétt á kennslu við sitt hæfi þ.e. aukinni einstaklingsmiðun sem m.a. næst með fjölbreyttum kennsluháttum. Kennarar leitast við að skapa nemendum námsumhverfi með sveigjanlegu rými og námsvali þar sem hlúð er að áhuga og hæfileikum hvers og eins.

Gott að hafa í huga:

  • Það er mikilvægt að skólafólk gefi sér tíma til að kynnast nemendahópnum
  • Skoða bakgrunnsupplýsingar
  • Kennari má aldrei missa trú á getu nemandans
  • Er ég að koma til móts við styrkleika nemandans – horfa á styrkleika hvers og eins.

Gagnlegir tenglar