Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Hvað geri ég ef barn mitt þarfnast greiningar?

Bæði er hægt að leita til opinberra- og einkaaðila og óska eftir greiningu fyrir börn.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Hvað geri ég ef barn mitt þarfnast greiningar?

Hvar er best að byrja ef þörf er á að fara með barn í greiningu?

Bæði er hægt að leita til opinberra- og einkaaðila og óska eftir greiningu fyrir börn. Í skólum eða á skólaskrifstofum starfa náms- og starfsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, sérkennarar, sálfræðingar, þroskaþjálfar og annað fagfólk sem getur tekið fyrstu skrefin í þessu ferli með foreldrum og metið hvort þörf sé á formlegri greiningu.

Ef talin er þörf á því þá fer málið fyrir nemendaverndarráð og í ferli innan skólaþjónustunnar í kjölfarið. Skólasálfræðingur kemur þá að skimun og metur hvort málið þurfi að fara í frumgreiningarferli sem einnig er sinnt af skólaþjónustunni. Svo eftir frumgreiningu er málinu vísað áfram til viðeigandi stofnunnar sem sér um fullnaðargreiningu.

Einnig er hægt að hafa samband við heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi lækna- og sálfræðistofur og óska eftir greiningu fyrir barn.

Hér er hægt að sjá myndband frá Ráðgjafar- og greiningarstöð um ferlið frá því grunur vaknar um frávik í þroska.

Hér fyrir neðan eru hlekkir á nokkrar síður sem gott er að kíkja á í þessu samhengi:

Félagasamtök

Opinberir aðilar

Sjálfstætt starfandi

Foreldrar geta einnig leitað til sjálfstætt starfandi greiningaraðila á eigin kostnað en eftirfarandi aðilar hafa m.a. sinnt fullnaðargreiningum á ADHD: