Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Hvaða rétt hefur barnið mitt?

Foreldrar barna með stuðningsþarfir velta því oft fyrir sér hvaða rétt börnin þeirra hafa til þjónustu frá t.d. skóla-, heilbrigðis og félagslegakerfinu eða öðrum þjónustuaðilum.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Hvaða rétt hefur barnið mitt?

Foreldrar barna með stuðningsþarfir velta því oft fyrir sér hvaða rétt börnin þeirra hafa til þjónustu frá t.d. skóla-, heilbrigðis og félagslegakerfinu eða öðrum þjónustuaðilum.

Í því samhengi er gjarnan gott að byrja á því að velta því fyrir sér hverjar eru þarfir barnsins og hvernig er best hægt að koma til móts við þær.  Sem dæmi þá geta börn með svipaðar greiningar eða skyldan vanda haft ólíkar stuðningsþarfir og geta þær verið misjafnar eftir aldri og aðstæðum barns hverju sinni.

Börn hafa ýmiskonar réttindi varðandi sérkennslu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu og stuðningi sem gott getur verið að fara yfir og mikilvægt er að virkja kerfið eftir réttum leiðum.

Hér fyrir neðan er dæmi um ferli sem gagnlegt getur verið að fara í gegnum þegar verið að kortleggja og setja saman rétta þjónustu fyrir barn.

  1. Hafa samband við heilsugæslustöð ef barn er ekki byrjað í leiksskóla eða við leik-, grunn- eða framhaldsskóla og óska eftir samtali við tengilið sem þar starfar. Tengiliðir starfa skv. lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og er þeirra hlutverk m.a. að veita foreldrum og börnum upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  2. Ef barn er að fá sérhæfðan stuðning frá fleiri en einum aðila s.s. skóla, heilbrigðiskerfinu, félagsþjónustu eða barnavernd þá er hægt að óska eftir samþættingu þjónustu og sækja um að málstjóri komi að málinu. Í því felst öflugra utan umhald og á málstjóri m.a. að bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og fylgja því eftir að þjónusta sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.
  3. Umhyggja félag langveikra barna hefur tekið saman ítarlegt yfirlit varðandi réttindamál langveikra barna og fjölskyldur þeirra.

Gagnlegir tenglar