Að fara með barn í greiningu
í flestum tilfellum þegar barn fer í greiningu er um að ræða kortlagningu og mat á þeim áskorunum sem barnið stendur frammi fyrir með það fyrir augum að finna leiðir til að mæta barninu betur. Sjónmæling er t.d. greining á sjón og ef viðkomandi mælist t.d. með nærsýni er hægt að bregðast við því með því að kaupa gleraugu. Ef barn greinist með námserfiðleika þá er t.d. hægt að aðlaga námsefnið og koma á sérkennslu o.s.frv.
Þegar verið er að meta líkamlega, þroska fræðilega eða andlega þætti þá felur greiningarferlið oft í sér að foreldrar svara spurningalistum, viðtöl við heilbrigðismenntað starfsfólk og stundum læknisfræðilega skoðun eða sálfræði mat. Niðurstaðan getur verið að barnið uppfyllir t.d. greiningaskilmerki fyrir ADHD eða einhverfu og með þær upplýsingar er hægt að móta meðferð, stuðningsúrræði og aðlaga umhverfið að þörfum barnsins með markvissum hætti.
Að barn fari í greiningu felur ekki í sér að það sé eitthvað að barninu heldur verið að kortleggja styrkleikana og veikleikana til að geta komið sem best á móts við þarfir barnsins.