Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Hvað gera náms- og starfsráðgjafar? 

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Náms- og starfsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skóla að ýmis konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Hvað gera náms- og starfsráðgjafar? 

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda. Náms- og starfsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skóla að ýmis konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðar- og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.

Aðstoð náms- og starfsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi. Samvinna milli nemenda og náms- og starfsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöf nýtist nemandanum.

Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til náms- og starfsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði og milliliðalaust eða komið beiðni um aðkomu náms- og starfsráðgjafa til starfsfólks skólans.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er meðal annars:

Náms- og starfsfræðsla:

  • Aðstoða nemendur við val á framhaldsnámi.
  • Skipulögð vinnubrögð í námi bæði fyrir einstaklinga og hópa.
  • Áhugasviðskönnun.

Persónuleg ráðgjöf,

  • Í formi einstaklings- og/eða hópráðgjafar.
  • Prófkvíði.
  • Prófundirbúningur.
  • Samskiptamál og líðan nemenda í skólanum.
  • Eineltismál.
  • Viðtöl við nýja nemendur og eftirfylgni.
  • Ýmiss önnur mál sem upp kunna að koma

Öllum nemendum er tryggð náms- og starfsráðgjöf með lögum

Í IV kafla 13. grein grunnskólalaga segir: „Nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar í grunnskóla af aðilum sem uppfylla skilyrði laga um náms- og starfsráðgjafa.“

Í V kafla 37. greinar laga um framhaldsskóla segir: „Nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar að til þess bærum sérfræðingum.“