Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Hvað felst í að nemandi sé stjörnumerktur úr grunnskóla?

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á mat á hæfni og framförum nemenda að vera reglubundinn þáttur í skólastarfi. Megintilgangur námsmats er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Hvað felst í að nemandi sé stjörnumerktur úr grunnskóla?

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á mat á hæfni og framförum nemenda að vera reglubundinn þáttur í skólastarfi. Megintilgangur námsmats er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess.

“Í grunnskólum er nokkur hópur nemenda sem stundar ekki nám sitt að fullu samkvæmt skilgreindum hæfni- og matsviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla, heldur að hluta eða öllu leyti eftir aðlagaðri námskrá og viðmiðum í samræmi við metnar sérþarfir. Við námsmat og vitnisburð við lok grunnskóla skal taka tillit til þessa á þann hátt að merkja skal vitnisburðinn með stjörnu (*) á rafrænu útskriftarskírteini. Þannig fá nemendur A*, B*, C* eða D* í samræmi við hvernig þeir ná einstaklingsbundnum matsviðmiðum sínum. Hafi nemandi formlega fengið undanþágu frá tilteknum námssviðum vegna sérþarfa þá skal það koma fram á útskriftarskírteininu.

Einnig þarf að koma fram á skírteininu hvort útbúin hafi verið einstaklingsbundin tilfærsluáætlun um nemendur í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við nemendur með sérþarfir. Stjörnumerktar einkunnir auk einkunnarinnar D fela í sér að skóli verður að skrá rafrænt í skírteini hvað liggur að baki stjörnumerkta vitnisburðinum, þ.e. lýsingu á matsviðmiðinu. Stjörnumerking veitir nemendum sem um ræðir og forráðamönnum þeirra upplýsingar um stöðu nemandans og getur einnig nýst við innritun í framhaldsskólanám við hæfi”. mms.is

Gagnlegir tenglar