Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Hvað er málþroskaröskun DLD?

Málþroskaröskun DLD er dulin skerðing sem kemur fram snemma hjá börnum og viðhelst fram á fullorðins ár.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Hvað er málþroskaröskun DLD?

Málþroskaröskun DLD er dulin skerðing sem kemur fram snemma hjá börnum og viðhelst fram á fullorðins ár. Einkennin birtast oft í fleiri villum í máli, einföldum setningum og erfiðleikum með að skipuleggja samræður. Erfiðleikana getur verið erfitt að sjá jafnvel fyrir þá sem hafa sérhæft sig á svið sem tengjast máli/tali.

Málþroskaröskun er vandi sem krefst þess að hann sé greindur sem fyrst hjá barni og talmeinafræðingar geti kortlagt bæði veik- og styrkleika barnsins. Út frá kortlagningunni er síðan unnið markvisst með barninu og öllu nærumhverfi þess til að leggjast á eitt við að hámarka árangur íhlutunar.

Málþroskaröskun DLD er mun algengari en fólk heldur, um 7% fólks í heiminum eru með hana eða t.d. 1-2 í hverjum bekk. Málþroskaröskun hverfur ekki með aldrinum og tekur röskunin á sig mismunandi birtingarmyndir eftir aldri einstaklings.

Málhljóðaröskun SSD er regnhlífarhugtak yfir vanda tengdan talskynjun, hljóðamyndun og framburði.

Nánar: