Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Hvað er málstjóri?

Ef fyrir liggur beiðni foreldra og/eða barns um samþættingu þjónustu og ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Hvað er málstjóri?

Ef fyrir liggur beiðni foreldra og/eða barns um samþættingu þjónustu og ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins.

Sveitarfélag skal velja málstjóra sem starfar við félagsþjónustu sveitarfélagsins eða á þeim sviðum þar sem þarfir barns liggja. Málstjóri skal hafa þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barna. Málstjóri má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis.

Málstjóri farsældar er:

  • Starfsmaður sem starfar við félagsþjónustu sveitarfélagsins eða þar sem þarfir barnsins liggja.
  • Sá sem stýrir stuðningsteymi í 2. og 3. stigs þjónustu í þágu farsældar barna.
  • Sá sem styður fjölskyldur við samþættingu þjónustu á 2. og 3 stigi.
  • Aðili sem hefur hagsmuni barnsins að leiðarljósi og er í samstarfi og samráði við foreldra og barn.

Hlutverk málstjóra er:

  • Veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Aðstoða við að tryggja aðgang að mati og/eða greiningu á þörfum barns.
  • Bera ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að stýra stuðningsteymi barns.
  • Fylgja því eftir að þjónustan sé veitt í samræmi við stuðningsáætlun.
  • Veita þeim sem sitja í stuðningsteymi ráðgjöf og upplýsingar um samþættingu þjónustu.

Áður en málstjóri byrjar á að veita þjónustu skv. 1 mgr. skal liggja fyrir beiðni foreldra og/eða barns um samþættingu þjónustu. Þegar beiðni liggur fyrir getur málstjóri aflað upplýsinga um aðstæður barns frá þjónustuveitendum og þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns.

Sjá nánar á vef um Farsæld barna.