Þegar barn nær átján ára aldri verða ákveðin kaflaskil í lífi fjölskyldunnar og barnið telst fullorðið samkvæmt lögum. Þetta hefur í för með sér að foreldrar/forráðamenn hafa ekki sömu réttindi til að nálgast upplýsingar um barnið sitt en það getur verið nauðsynlegt vegna fötlunar þess. Nokkur atriði er gott að hafa í huga þegar 18 ára aldurinn færist nær.
Persónulegur talsmaður
- Þarf barnið persónulegan talsmann – hérna er hlekkur á reglugerð um persónulegan talsmann.
- Réttindagæslumenn fyrir fatlað fólk hafa milligöngu með námskeið og samning fyrir persónulega talsmenn.
Endurhæfingarlífeyrir
- Skoða þarf hvort barnið þurfi endurhæfingarlífeyrir og Tryggingastofnun Ríkisins getur svarað spurningum þar að lútandi.
Félagsþjónusta
- Þegar barn verður 18 ára þá þarf það að hafa sinn ráðgjafa hjá félagsþjónustunni (félags – eða fötlunarráðgjafa) í sínu sveitarfélagi. Ráðgjafinn getur aðstoðað með t.d. umsókn um búsetuúræði, liðveislu eða aðra þá þjónustu sem talin er þörf á. Einnig getur viðkomandi aðstoðað við gerð umsókna um endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri.
Fjármál
- Skoða hvort barnið þurfi aðstoð við fjármál og þá á hvaða hátt foreldrar geta aðstoðað. Sem persónulegir talsmenn geta þeir fengið umboð til að aðstoða og þá aðgang að reikningum.
- Foreldri/forráðamaður getur farið til þjónustufulltúra í bankanum og mögulega fengið að hafa bankareikning barnsins undir sínum bankareikningi.
Heilsuvera
- Aðgengi foreldra að heilsuveru lokast við 16 ára aldur barns. Ef barnið getur ekki notað rafræn skilríki þá er því miður ekki búið að finna lausn til að foreldrar fái aðgang.
Atvinna og háskólanám
Gott er að huga að hvað tekur við eftir að framhaldsskóla lýkur.
- Vinnumálastofnun býður upp á ráðgjöf vegna skertar starfsgetu. Þau ungmenni sem eru með endurhæfingarlífeyri eða örorkubætur geta fengið þjónustu í úrræðinu AMS (atvinna með stuðningi) hjá Vinnumálastofnun.
- Háskóli Íslands býður upp á diplómu nám.
- Listaháskólinn er með einhver námskeið.
- Fjölmennt er einnig með ráðgjöf varðandi nám og símenntun fyrir fullorðið fatlað fólk.