Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Farsældarlögin

Farsældin eru fyrir öll börn Íslandi og fjölskyldur þeirra. Með tilkomu farsældarlaganna er lögð áhersla á að styrkja grunnþjónustu í nærumhverfi allra barna.
Seinast uppfært: 14.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Farsældarlögin

Farsældin eru fyrir öll börn Íslandi og fjölskyldur þeirra. Með tilkomu farsældarlaganna er lögð áhersla á að styrkja grunnþjónustu í nærumhverfi allra barna. Þau börn sem þurfa einstaklingsmiðaða þjónustu hafa nú aðgang að tengiliðum og málstjórum farsældar. Þeim er ætlað að leiða foreldra í gegnum þann frumskóg sem kerfið getur verið. Hlutverk þessara aðila er vel skilgreint og þeir eiga að hafa svigrúm og tíma til að sinna hlutverki sínu í þágu farsældar barns.

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barns er hins vegar fyrir þau börn sem þurfa einstaklingsmiðaðan stuðning sem krefst aðkomu ólíkra kerfa.

Stigskipting þjónustu

Þjónustu við börn er skipt í þrjú stig

Fyrsta stig: Grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum. Snemmtækur stuðningur er veittur og fylgt eftir á markvissan hátt. Tengiliðir vinna mál barna á fyrsta stigi, t.d. ung- og smábarnavernd, leikskóli, grunnskóli, almenn heilbrigðisþjónusta o.fl..

Annað stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við faglegt mat og/eða frumgreiningu á þörfum barns. Málstjórar vinna mál barna á öðru stigi.

Dæmi: Sérkennsla í skóla, einstaklingsbundinn stuðningur við barn, færniþjálfun o.fl.

Þriðja stig: Einstaklingsbundinn og sérhæfðari stuðningur í samræmi við sérhæft og ítarlegt mat og/eða greiningu á þörfum barns. Málstjórar vinna mál barna á öðru og þriðja stigi.

Dæmi: Innlögn á sjúkrahús eða meðferðarstofnun, greining hjá sérfræðingum t.d. Ráðgjafar- og greiningarstöð, barnaverndarþjónusta o.fl.

Leitast skal við að veita sérhæfðari stuðning á grundvelli stuðningsáætlunar um samþætta þjónustu og eftirfylgd.

Sjá nánar á vef um Farsæld barna.