Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík

Símatími 535-1900 | mán – fim frá 9:00-11:00

Einelti og samskipta­vandi

Mikilvægt er að bregðast strax við ef grunnur vaknar um einelti eða samskiptavanda hjá börnum og ungmennum.
Seinast uppfært: 28.05.2024
Forsíða 9 Fræðsla 9 Einelti og samskipta­vandi

Einelti og samskipta­vandi

Mikilvægt er að bregðast strax við ef grunnur vaknar um einelti eða samskiptavanda hjá börnum og ungmennum.

Ef samskiptavandi er fyrir hendi er mikilvægt að foreldrar og kennari ræði saman um vandann og átti sig á umfangi og eðli hans. Einnig er mikilvægt að rætt sé við þau börn eða ungmenni sem að málinu koma og fá fram þeirra lýsingar og upplifun til að hægt sé að móta viðbrögð í samræmi við upplifun þess.

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig foreldrar geta brugðist við ef grunnur er um að barn eða ungmenni sé að lenda í einelti eða samskiptavanda í skólanum.

Á heimasíðu fagráðs eineltismála og hjá Samskiptaráðgjafa ÍSÍ er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um verklag og leiðir sem gott er að styðjast við þegar takast þarf á við samskiptavanda hjá ungmennum.

Hér fyrir neðan má nálgast upplýsingar um einelti og vinnslu eineltismála: