Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 

Stefna Sjónarhóls

 

Samþykkt á fundi um innra starf 3. sept. 2003

                                                                                                                                   

Starfsemi

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir. Sjónarhóll er rekinn af sjálfseignarstofnuninni Í góðum höndum  sem er með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Að starfseminni standa ADHD samtökin, Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum. Félögin og samtökin sem standa að Sjónarhóli vinna öll að réttindamálum fjölskyldna barna með sérþarfir hvert á sínu sviði.

 

Markhópur Sjónarhóls

Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir um allt land.

 

Leiðarljós

Að veita foreldramiðaða ráðgjafarþjónustu með áherslu á styðjandi og jákvætt viðmót og virðingu þannig að þarfir fjölskyldna verði í brennidepli. 

 

Markmið

Markmið Sjónarhóls er að veita foreldrum stuðning í hlutverki sínu.

 

Starfssvið

Ráðgjafar Sjónarhóls:

 • Gæta hagsmuna fjölskyldna barna með sérþarfir sem leita til Sjónarhóls.
 • Eru óháðir ákveðnum stofnunum.
 • Búa yfir heildaryfirsýn um málefni barna með sérþarfir og fjölskyldna þeirra.
 • Hafa víðtæka reynslu og þekkingu á fjölþættum þörfum og aðstæðum fjölskyldna barna með sérþarfir.

Helstu áherslur í starfi Sjónarhóls:

 • Að kynna foreldrum réttindi sín til þjónustu samfélagsins og vísa þeim á leiðir til að fá notið þeirra.
 • Að aðstoða fjölskyldur við að finna úrræði og fá þjónustu.
 • Að vera til staðar og veita málum eftirfylgd þar til þau eru komin í ákveðinn farveg sé þess óskað.
 • Að greiða foreldrum og öðrum aðstandendum leið að upplýsingum um viðkomandi sjúkdóm, fötlun eða þroskafrávik.
 • Að stuðla að miðlun upplýsinga frá foreldri til foreldris.
 • Að stuðla að aukinni þekkingu í samfélaginu á hinum ýmsu sjúkdómum og fötlunum.
 •  Að vinna með þeim stofnunum og félagasamtökum sem koma að málefnum fjölskyldna og tengja þjónustuúrræði.
 •  Að stuðla að þróun úrræða í samstarfi við ýmsar stofnanir og félagasamtök.

 

Sjónarhóll starfar með:

Félagasamtökum, stofnunum, fagfólki og öðru áhugasömu fólki sem sinnir málefnum barna með sérþarfir.

 

Leiðir

Sjónarhóll hyggst ná markmiðum sínum m.a. með því að:

 • Veita ráðgjöf í síma, með tölvupósti eða með viðtölum á fundum eftir því sem við á hverju sinni.
 • Koma á samstarfi foreldra, mismunandi fagaðila og stuðningsaðila í hverju tilfelli eftir því sem við á.
 • Gefa út fræðsluefni í samstarfi við aðildarfélögin.
 • Standa að námskeiðum í samstarfi við aðildarfélögin.
 • Halda úti öflugri heimasíðu með virkum upplýsingum.
 • Efla innbyrðis tengsl foreldra sem búa við svipaðar aðstæður.

 

 

 

Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
september 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls