Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 

Tilurð nafns og merkis Sjónarhóls

 

 

Nafn:

Eftir langa íhugun og vangaveltur varð nafnið  Sjónarhóll   fyrir valinu á fyrirhugaða þjónustumiðstöð. Áður var búið að útbúa lista með fjölmörgum nöfnum sem safnað hafði verið saman. Af þeim lista voru síðan þrjú nöfn valin og í framhaldi var leitað eftir áliti sérfræðinga á þeim. Sérfræðingarnir fengu í fáum orðum lýsingu á þeirri starfsemi sem ætlað er að fram fari í þjónustumiðstöðinni og þeir síðan beðnir að gefa álit sitt.

Leitað var til Valdimars Gunnarssonar magisters í íslensku, Guðna Kolbeinssonar magisters í íslensku, Kára Kaabers íslenskufræðings hjá Íslenskri málstöð og Stefáns Jökulssonar, fjölmiðlafræðings og auglýsingamanns.

 

Þau nöfn sem komu til álita voru: Ráðhústorg,  Þarfaþing   og  Sjónarhóll.

 

Til gamans látum við fylgja umsagnir um nafnið:

 

Ráðhústorg

 

Valdimar: "Æi, mér finnst þetta frekar tilgerðarlegt, þótt ég þykist skilja hugmyndina nokkuð vel. Ég er hræddur um að þetta nafn geti virkað hallærislegt með tímanum."

 

Guðni: "Stuðaði mig svolítið í fyrstu, síðan fannst mér þetta ágætt nafn en það er hins vegar spurning hvort þetta nafn sé ekki svolítið stofnanalegt. Það verður líka að hafa í huga að fólk getur haft mismunandi tilfinningar tengdar ráðhúsum."

 

Kári: "Þetta finnst mér vont nafn, orðaleikur sem ekki skilar sér."

 

Stefán: "Mér finnst þetta vont nafn. Ég sé fyrir mér gráa og kalda stofnun"

 

Þarfaþing

 

Valdimar: "Finnst þetta ekki gott nafn."

Guðni: "Hef ekkert um þetta nafn að segja. Finnst það ekki gott."

Kári: "Mér finnst Þarfaþing vont sérnafn."

Stefán: "Vont nafn."

 

Sjónarhóll

 

Valdimar: "Gott og meinlaust nafn. Hef sjálfur hugsað mikið um þetta og ekki  fundið betra nafn sjálfur. Lýsir vel starfseminni sem þarna fer fram."

Guðni Kolbeinssonar: "Snjallt og þjált nafn. Segir allt sem segja þarf. Greiði þessu nafni atkvæði mitt enda hefur mér ekki dottið neitt betra í hug."

Kára: "Mér finnst Sjónarhóll gott nafn. Bæði er þetta fallegt sérnafn og lýsandi fyrir starfsemina.

 

 

Merki Sjónarhóls

 

Efnt var til samkeppni fjögurra hönnuða í maí s.l. eftir að valið hafði verið nafn á miðstöðina. Þau sem tóku þátt í samkeppninni voru; Björn H Jónsson frá Íslensku Auglýsingastofunni, Helga Gerður Magnúsdóttir, grafískur hönnuður FÍT, frá A4 Hönnunarstofu, Hnotskógur ehf., grafísk hönnun og Svarthvítt ehf. Hlutskörpust varð Helga Gerður Magnúsdóttir, grafískur hönnuður FÍT frá A4 Hönnunarstofu.

 

§         Merkið er talið lýsa vel þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er. Merkið sýnir vita sem stendur á hól og er tákn þess að hafa yfirsýn um völundarhús velferðarkerfisins. Foreldrar og aðstandendur barna með sérþarfir hafa orðið að verja miklum tíma og kröftum í leit sinni að þjónustu og ráðgjöf. Þeir vita sem er að það er vandasamt að rata um völundarhús velferðarkerfisins, enda er þeim iðulega vísað á milli ráðuneyta og stofnana, sérfræðinga og ráðgjafa. Margir hafa villst af leið, ratað í öngstræti eða gefist upp á leit sinni. Vitinn er því tákn um hina lýsandi leið.

 

§         Hinn blái bakgrunnur er tákn himins sem skýrskotun í þá víðáttu sem málaflokkur langveikra og fatlaðra barna með sérþarfir ber með sér og sem foreldrar og aðstandendur hafa orðið að verja miklum tíma og kröftum í leit sinni að þjónustu og ráðgjöf.

 

§         Stjarnan á vinstri hlið merkisins er tákn vonar, hið lýsandi ljós foreldra og aðstandenda, fyrir sérstök börn til betra lífs.

 

§         Það varð samdóma álit stjórnar að velja þetta merki sem kennitákn Sjónarhóls og sem undirstrikar þá starfsemi sem ætlað er að þar fari fram.

 

 

Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
maí 2020
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls