Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
5. febrúar 2010 16:43

Sjónarhóll endurnýjar samninga við bakhjarla

 

Sjónarhóll, ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir, hefur endurnýjað samninga við þrjá af bakhjörlum sínum. Fulltrúar Sjónarhóls og bakhjarlanna staðfestu áframhaldandi samstarf með undirritun fyrirheita í dag.

 

 

Bakhjarlar Sjónarhóls skrifa undir fyrirheit um áframhaldandi stuðning. Á myndinni eru f.v.: Ása G. Ásgeirsdóttir frá Sjónarhóli, Sigurður Óli Ólafsson frá Actavis, Óskar H. Auðunsson frá Landsbankanum og Valgerður Einarsdóttir frá Hringnum.

Við stofnun Sjónarhóls, langþráðrar ráðgjafarmiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarfir, tóku fimm fyrirtæki og stofnanir að sér að vera rekstrarlegir bakhjarlar ráðgjafarmiðstöðvarinnar í þrjú ár. Að loknum þessum þrem árum endurnýjuðu allir bakhjarlarnir samninga sína við Sjónarhól og auk þess bættust tveir bakhjarlar í hópinn.

 

Nú eru önnur þrjú ár liðin og þrátt fyrir umskipti í viðskipta- og efnahagslífi hafa þrír bakhjarlanna ákveðið, á grundvelli góðrar reynslu af starfi Sjónarhóls, að staðfesta áframhaldandi samstarf. Eru þetta Actavis, Kvenfélagið Hringurinn og Landsbankinn, sem allir hafa verið bakhjarlar Sjónarhóls frá upphafi. Er þetta starfseminni ákaflega dýrmætt og í raun lykillinn að áframhaldandi starfi ráðgjafarmiðstöðvarinnar.

 

Á Sjónarhóli starfa nú tveir foreldraráðgjafar auk þess sem framkvæmdastjóri sinnir ráðgjöf að hluta.Ráðgjafar Sjónarhóls veita foreldrum leiðsögn og stuðning, það er nógu alvarlegt að eiga barn með sérþarfir þó ekki þurfi jafnframt að eyða kröftum í að leita og berjast fyrir eðlilegum og sjálfsögðum réttindum. Mikil áhersla er lögð á að þjónustan sé aðgengileg og er ráðgjöf á vegum Sjónarhóls veitt endurgjaldslaust. Þjónusta Sjónarhóls er ætluð öllum óháð aldri barnins, einnig þeim sem eiga uppkomin börn.  Það nægir að foreldrar/fjölskyldan hafi áhyggjur af líðan eða þroska barnsins til að fá ráðgjöf.  Til að panta tíma hjá ráðgjafa þarf hvorki að liggja fyrir greining eða tilvísun frá fagaðilum.

 

Stuðningur bakhjarlanna og ríkisstjórnarinnar ásamt fé sem safnaðist í landssöfnuninni „Fyrir sérstök börn til betra lífs“ haustið 2003 gerði stofnun Sjónarhóls mögulega. Frá því Sjónarhóll opnaði haustið 2004 hafa vel á annað þúsund foreldrar leitað ráðgjafar þar vegna barna sinna.

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
október 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls