Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
8. febrúar 2005 13:46

Rokkfest í félagsmiðstöðinni Þebu til styrktar Sjónarhóli

Rokkfest til styrktar Sjónarhóli-ráðgjafarmiðstöð var haldin í félagsmiðstöðinni Þebu í Smáraskóla, Kópavogi 10. desember sl. Ágóðinn af tónleikunum, 81.250 kr., rann til Sjónarhóls.

Aðstandendur Rokkfestar í Þebu afhenda Sjónarhóli styrk. F.v.: Héðinn Sveinbjörnsson, forstöðumaður Þebu, Viktor Böðvarsson og Bjarki Þór Logason, úr hljómsveitinni Helium sem skipulögðu tónleikana, Ragna K. Marinósdóttir, formaður stjórnar Sjónarhóls og Halldór Sigurðsson, varaformaður.

Unglingahljómsveitir spiluðu á tónleikunum sem voru aðallega ætlaðir nemendum í 8. – 10. bekk grunnskóla en eldri nemendur létu einnig sjá sig. Kynnir á tónleikunum var Stjáni Stuð. Hljómsveitin Romance, sem fjórir strákar úr félagsmiðstöðinni Jemen skipa, byrjuðu og spiluðu þrjú lög. Næstir á svið voru strákarnir í hljómsveitinni Helium en hana skipa strákar úr Þebu. Tveir þeirra stóðu að skipulagningu tónleikanna. Á eftir þeim var hljómsveitin Stjáni stuð og Strandverðirnir. Hljómsveitin Gay Parad spilaði nokkur lög eftir að hafa leikið undir með Stjána og á eftir þeim var Bertel, hljómsveit sem komst á úrslitakvöld Músíktilrauna 2004. Á eftir Bertel voru það strákarnir í Lödu Sport sem lentu í 2. sæti Músíktilrauna 2004 og hafa gefið út eina EP plötu. Zither spiluðu á eftir þeim en strákarnir í Zither eru gamlir Þebuliðar sem komust einnig áfram á úrslitakvöldi Músíktilrauna í fyrra. Gítarleikarar hljómsveitarinnar Amos, sem lenti í 3. sæti Músíktilrauna 2003, voru næstir á svið og tóku nokkur kassagítarlög. Tónleikarnir enduðu svo á hljómsveitinni Búdrýgindi sem unnu Músíktilraunir 2002 og hafa gerið út 2 geisladiska. Stærsti kostnaður þessara tónleika var leiga á hljóðkerfi og viljum við þakka þeim sem lögðu málefninu lið. Þeir eru EB hljóðkerfi, Kynning, Osta og smjörsalan, Ali, Besta,Vífilfell og Tónastöðin. Allir flytjendur gáfu vinnu sína og eru þeim færðar þakkir fyrir. 

 

Sjónarhóller ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir sem Landssamtökin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, ADHD samtökin og Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum standa að.

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
september 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls