Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
4. júní 2010 11:28

Kynningarfundur um stofnun samvinnufyrirtækis

Laugardaginn 5. júní kl. 14:00 verður haldinn kynningarfundur um stofnun samvinnufyrirtækis um notendastýrða persónulega aðstoð. Fundurinn verður á Grand Hóteli í Reykjavík 

Tilgangur fyrirtækisins er að styðja fatlað fólk við að útvega og skipuleggja persónulega aðstoð þannig að það geti stjórnað sínu eigin lífi. Notendastýrð persónuleg aðstoð er þjónusta sem skipulögð er af notandanum og miðar að því að hann eigi kost á að taka fullan þátt í þjóðfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Hún byggir á:

  • að fatlað fólk hafi fulla stjórn á allri aðstoð sem það telur sig þurfa, m.a. með því að ákveða hver, hvar, hvernig og hvenær aðstoðin er veitt.
  • að fatlað fólk njóti jafnréttis og taki þátt í samfélaginu.

Fyrirtækinu verður stjórnað af og í eigu fatlaðs fólks sem mun nýta sér notendastýrða persónulega aðstoð.

 

Dagskrá fundarins

 

14:00 - Fundargestir boðnir velkomnir (Hallgrímur Eymundsson formaður NPA hópsins)

14:10 - Stutt kynning á NPA hugmyndafræðinni (Freyja Haraldsdóttir)

14:30 - Kynning á ULOBA - Myndband

14:50 - Hlé

15:10 - Kynning á NPA miðstöðinni (Ragnar Gunnar Þórhallsson)

15:30 - Spjallborð/umræður

16:00 - Findi slitið

 

Táknmálstúlkar verða auðvitað á fundinum. 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
október 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls