Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
22. mars 2010 15:45

Fötlun í listum, menningu og fjölmiðlum

Í samstarfi við Námsbraut í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að velta fyrir sér birtingarmyndum fötlunar í menningu og listum, og umfjöllun um fötlun í fjölmiðlum. 

 

 

Birtingarmyndir fötlunar er mikilvæg heimild um viðhorf samfélaga til fatlaðs fólks. Innan fræðanna hefur lítil áhersla verið lögð á að skoða samspil fötlunar, menningar og lista ef frá eru taldar þær fræðigreinar er snúa að notkun listgreina í kennslu, þjálfun og endurhæfingu. Sú áhersla er oft í samræmi við hefðbundinn skilning á fötlun sem galla sem þarf að bregðast við að lækna og laga. Með tilkomu fötlunarfræða og nýjum skilningi á fötlun sem leggur áherslu á félagslega þætti hefur áhugi aukist á birtingarmyndum fötlunar í menningu, listum og fjölmiðlaumfjöllun um fatlað fólk.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu og skilning á menningarbundnum hugmyndum um fötlun. Á námskeiðinu verður rýnt í stöðu og ímynd fatlaðs fólks og birtingarmyndir fötlunar í menningu vestrænna samfélaga. Fjallað verður um ímyndir og hlutverk fatlaðs fólks m.a. í listum, dægurmenningu, fjölmiðlum og bókmenntum. Umfjöllun námskeiðsins verður sett í samhengi við stöðu fatlaðs fólks í menningu samtímans.
 

Námskeiðið verður sent um fjarfundabúnað á Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar svo og á aðra staði sé þess óskað.

Kennarar:Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor og Kristín Björnsdóttir, aðjúnkt í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands
Tími: Mán. 12. apr. og fim. 15. apr. kl. 16 - 19, lau. 17. apr. kl. 9 - 12, mán. 26. apr.

og fim. 29. apr. kl. 16 - 19 (5x)
Verð: 29.900 kr.
Staður: Endurmenntun, Dunhaga 7

 

Athugið við skráningu!
Skipuleggjendur námskeiðsins leggja áherslu á að það sé aðgengilegt fyrir alla og lagað að þörfum þátttakenda. Því biðjum við þig um að taka fram, í athugasemdareit við rafræna skráningu eða við skráningu í síma, ef eitthvað af neðangreindu á við um þig:

  • Þarf táknmálstúlk
  • Þarf námsgögn á stækkuðu letri eða blindraletri
  • Þarf námsgögn á auðlesnum texta
  • Þarf rittúlk
  • Kem með aðstoðarmann
  • Nota hjólastól
  • ... eða annað sem skiptir máli að skipuleggjendur viti af.

Nánari upplýsingar og skráning hér

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
júní 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls